SP Tannréttingar ehf - kt. 491109-1220

Kostnaður við tannréttingameðferð

Sjúkratryggingar Íslands endurgreiða að hluta kostnað við tannréttingar.

Kostnaður við hverja meðferð er breytilegur og fer eftir umfangi hennar.

  1. Kostnaður við formeðferðir með lausum tækjum eins og gómum, aktivatorum eða beisli er 200-400 þúsund krónur.
  2. Tannréttingameðferð með föstum tækjum eða teinum í báða tannboga kostar á bilinu 800-1350 þúsund krónur.
  3. Meðferð þar sem einnig þarf aðgerð á kjálka kostar á bilinu 1000-1500 þúsund krónur.
  4. Meðferð með skinnum kosta á bilinu 500-1000 þúsund krónur.

Greiðslufyrirkomulag

Hægt er að velja tvær greiðsluleiðir:

  1. Greiðslusamningur

Ef gerður er greiðslusamningur er heildarverð meðferðarinnar áætlað í upphafi. Greitt er mánaðarlega á meðan meðferð stendur.

Dæmi:

Ef heildarkostnaður meðferðar er áætlaður 990.000,- dregst endurgreiðsla Sjúktrygginga Íslands 150.000,- frá. Eftirstöðvar eru þá 840.000. Það sem útaf stendur eða í þessu tilviki 640.000,-  skiptist í jafnar greiðslur í 2 ár.

 

  2. Staðgreiðsla

Heildarverð meðferðarinnar er áætlað í upphafi.  Greitt er fyrir hvern tíma fyrir sig.

Verð miðast við virka meðferð, greitt er sérstaklega fyrir eftirlitstíma eftir að tækin hafa verið fjarlægð.  Eftirlitsþörf, lengd eftirlits og fjöldi eftir meðferð er einstaklingsbundin.  Um er að ræða stuttar skoðanir einu sinni á eins eða tveggja ára fresti allt uppí 10 ár. Fylgst er með stoðbogum og hvort einhverjar breytingar verði á biti og stöðu tannanna. 

 Afslættir

Veittur er 10% systkina eða fjölskylduafsláttur af annarri meðferð innan sömu fjölskyldu þegar bæði systkini eru í meðferð á sama tíma.

 

 

 

×

Samkvæmt hertum reglum Almannavarna falla allir tímar niður sem ekki teljast til neyðartilvika fram til 14 apríl hið minnsta. Bókaðir tímar falla niður. Við munum hafa samband um leið og við sjáum hvenær við getum opnað aftur.

Neyðartilvik, svo sem ef tæki losna eða bogar meiða, gómar týnast eða brotna. Þá er hægt að hafa samband við okkur í tölvupósti á spals@internet.is eða hringja í síma 567-0088 eða 7660088 milli kl. 9–11.

Með fyrirfram þökk, og bestu kveðjur til ykkar allra
SP TANNRÉTTINGAR