SP Tannréttingar ehf - kt. 491109-1220

Tannréttingar fyrir alla aldurshópa

Spurt og svarað


Hvers vegna myndast bitskekkja/tannskekkja?

Algengast er að bitskekkja erfist. Dæmi um arfgenga skekkju eru þrengsli eða bil milli tanna sem er m.a. vegna mismunar á stærð tanna og tanngarðs, framstæðar tennur, tannvöntun, misræmi í afstöðu kjálkanna.  Bitskekkja getur einnig áunnist m.a. vegna fingursogs, notkunar á snuði, barnatennur fallið of snemma.


     
Hvenær er best að meðhöndla bitskekkju/tannskekkju?

Æskilegast er að greina snemma svo að hægt sé að gera ráðstafanir á réttum tíma. Meðferð þarf í sumum tilvikum að hefjast við sjö ára aldur, t.d. ef um krossbit er að ræða.  Meðferð með föstum tannréttingatækjum getur hafist að tannskiptum loknum eða  á aldrinum tíu til fjórtán ára.  Í vissum tilfellum þarf að bíða með meðferð þar til vexti er lokið.
Hvaða þættir benda til þess að tannrétting sé nauðsynleg?
Gróf yfirbit, þar sem neðri vörin liggur bakvið framtennur efri góms.   Djúpt bit,
eða þegar framtennur neðri góms ná að bíta upp í tannhold efri góms.  Misræmi í stöðu kjálkanna.  Ef tennur komast ekki niður vegana plássleysis.  Þvinganir í bitinu sem geta valdið vaxtarskekkju kjálkanna (krossbit).


Hvers vegna er meðferð nauðsynleg?

Tannrétting miðar fyrst og fremst að því að setja tennur og kjálka í rétta afstöðu.  Heilbrigði tannanna, tannvegsins (holdsins) og kjálkaliðs er best tryggð þegar bitafstaðan er góð.  Erfiðara er að halda skökkum tönnum hreinum. Bitskekkja getur  orsakað erfiðleika við myndun ákveðinna hljóða þ.e. haft áhrif á tal.  Hún getur orsakað óeðlilegt slit á tönnum, valdið eyðingu á rótum annarra tanna ef þær eru lokaðar inni milli tanna í kjálkanum, haft áhrif á kjálkaliðina sem getur valdið höfuðverk og erfiðleikum við að tyggja. Í flestum tilfellum versnar bitskekkja/tannskekkja með aldrinum og heppilegast er ef meðferð er framkvæmd snemma á lífsleiðinni.

 
Hvað með tannréttingu fyrir fullorðna?

Hægt er að leiðrétta tann- og bitskekkjur í öllum aldurshópum. Aldur viðkomandi er ekki hindrun, en meðferðarmöguleikarnir eru hins vegar takmarkaðri en hjá börnum í vexti.

 

Hvað tekur meðferð langan tíma?

Algengast er að meðferðir taki um og yfir tvö ár.  Tannréttingameðferð er samvinnuverkefni og ef samvinna er góð lýkur meðferðum í flestum tilfellum á tveimur árum.  Ef um mjög grófa skekkju er að ræða tekur meðferðin lengri tíma.  Meðferð við innilokuðum augntönnum sem eru togaðar niður í tannbogann geta verið mjög tímafrekar.  Góð samvinna, reglubundin mæting í eftirlit ásamt góðri hirðu hefur mikið að segja til að auðvelda og flýta meðferð.  Að lokinni virkri meðferð þarf að styðja við tennurnar í ákveðinn tíma þar til þær hafa náð endanlegri festu.


Komi upp fleiri spurningar á meðferð stendur munum við á stofunni svara þeim af bestu getu.

 

×

Ef eitthvað af eftirtöldu á við þig biðjum við þig að láta okkur vita áður en þú kemur í tíma:‍

Hafðu þá samband við okkur í síma eða með tölvupósti.